top of page

Nýsköpunar- og framtíðarakademia

D listinn ætlar að stofna Nýsköpunar- og framtíðarakademíu.  Hún er hugsuð fyrst og fremst sem gerjunarpottur, deigla þar sem hægt verður að leiða saman fólk sem getur miðlað af þekkingu sinni, fólk með nýjar hugmyndir, framkvæmdafólk og fjármagn.  Nýsköpunar- og framtíðarakademían verður fyrst og fremst greining tækifæra, vettvangur umræðna og sáning fræja sem geta lent eitt og eitt í frjóum jarðvegi og orðið að miklu tré.  Hún á að verða vettvangur þeirra sem fá nýjar hugmyndir eða sjá ný tækifæri á hvaða sviði sem er. Hún þarf ekki að kosta mikið annað en vinnu og vilja.  Hugsum út fyrir kassann

 

 

Litlir kassar á lækjarbakka...

..litlir kassar og allir eins, segir í þekktu dægurlagi.  Skólastarf er að mörgu leyti með ágætum hjá okkur og flest er í raun vel gert.  Ég held samt að það megi gagnrýna skólakerfið á landsvísu almennt fyrir áráttu til einsleitni.  Skólarnir eru einhvern veginn stakkur sem passar ekki öllum, en öllum er gert að troða sér í.  Framtíðin hlýtur að vera fólgin í því að sérsníða þessa stakka, því að enginn er eins og hvert heimili er líka á einhvern hátt sérstakt.  Ég held að framtíðin muni vilja miklu meiri sveigjanleika og fjölbreytileika.  Sum heimili munu geta tekið meiri þátt í kennslu.  Hugvitsamir kennarar munu geta tekið minni hópa dag og dag og samkennt þeim, jafnvel í nærumhverfinu úti í héraðinu.  Fjarbúnaður hvers konar verður daglegt brauð og mun bylta kennsluháttum og mun minnka þörfina fyrir miðlægar stofnanir.  Félagslegu þarfirnar verða þá meira áberandi og þeim mun þurfa að sinna í meiri mæli.   Allt þetta kallar á nýjar lausnir.   Hugsum út fyrir kassann. 

 

Elvar Eyvindsson

d rangeyst.png
bottom of page