top of page

Við viljum jöfn tækifæri fyrir alla til að búa og þrífast í okkar góða sveitarfélagi, óháð stétt og stöðu.

Gera þarf betur í málefnum fatlaðra, m.a. með uppbyggingu búsetuúrræðis og umbótum í aðgengismálum.


Nú er röðin komin að okkar sveitarfélagi í uppbyggingu þjónustu fyrir fatlaða á þjónustusvæðinu.

Þess vegna viljum við:


 

  • Viðhalda öflugri og góðri félagsþjónustu, sem tekur mið af þörfum fatlaðra svo þeir geti notið jafnra tækifæra í samfélaginu.

  • Byggja upp búsetuúrræði í samvinnu við Bergrisann bs. á kjörtímabilinu.

  • Bæta aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu til muna. Þetta á við um allar opinberar byggingar og svæði/götur/stíga í umsjón sveitarfélagsins.

  • Stuðla að auknum möguleikum fatlaðra til fjölbreyttrar hreyfingar m.a. með lyftubúnaði við saundlaugina.

  • Auka forvarna- og fræðslustarf um geðheilsu og nýta betur þekkingu fagfólks. Tryggja aðgengi og sýnileika geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla íbúa sveitarfélagsins óháð uppruna.

  • Styðja við og efla það frábæra starf sem unnið er á Viss vinnu- og endurhæfingarstöð.

  • Vinna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem knýr á um að réttindi séu virt og allir njóti sömu virðingar.

  • Vera í fararbroddi við innleiðingu farsældarlaganna

  • Virkja samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í sveitarfélaginu og auðvelda fólki þátttöku eða endurkomu á vinnumarkaðinn í samstarfi við fagaðila.

d rangeyst.png
bottom of page